Sunday, November 30, 2008
Pulsa
Sunday, November 23, 2008
Fyrirsögn
Friday, November 21, 2008
life goes on...
Sunday, November 16, 2008
Beygja, sundur, saman, KREPPA
Wednesday, November 12, 2008
Okkervil River @ Oran Mor
- Girl In Port
- Singer Songwriter
- Pop Lie
- A Hand To Take Hold Of The Scene
- Unless It´s Kicks
- John Allyn Smith Sails
- Lost Coastlines
- Our Life Is Not A Movie Or Maybe
- Blue Tulip
- On Tour With The Zykos
- Black
- For Real
- The Latest Thoughts
- A Stone
Tuesday, November 11, 2008
Fleet Foxes í ABC1
Söngvarinn Robin Pecknold tók svo gamalt amerískt þjóðlag, Katie Cruel. Steig einn framfyrir hljóðnemann og kippti gítarnum úr sambandi og söng (video á facebook) fyrir framan algjörlega þögulan sal. Allt í allt voru tónleikarnir æðislegir, hljóðið gott og bandið skemmtilegt. Þeir spjölluðu nokkuð og voru fyndnir og látlausir. Samt nokkuð ljóst að það er ekki notað mikið sjampó á túrnum.
Hér er annars flunkunýtt viðtal við Robin Pecknold í Rolling Stone.
Lög sem ég man eftir að þeir spiluðu:
- Sun Giant
- Sun It Rises
- Drops In The River
- English House
- Mykonos
- White Winter Hymnal
- Ragged Wood
- Your Protector
- He Doesn´t Know Why
- Katie Cruel
- Tiger Mountain Peasant Song
- Nýtt Lag
- Blue Ridge Mountains
- Oliver James
- Quiet Houses
Monday, November 10, 2008
Sigur Rós
Þá tók við ótrúlega löng 20 mín bið eftir Sigur Rós. Eftirvæntingin í salnum var mikil en sem betur fer eru strákarnir stundvísir því rétt um níu stigu þeir á svið. Það fyrsta sem heyrðist var tundurduflahljóðið og salurinn rifnaði úr fögnuði. Svefn-g-englar var opnunarlagið eins og oftast á þessum túr og vonir manns um stórkostlegt kvöld rættust strax í fyrsta lagi. Þrátt fyrir að vera ólík Sigur Rós frá því sem maður er vanur því engin var strengja- eða blásturssveitin þá var hljóðið frábært og maður veltir því fyrir sér hvernig allt þetta hljóð kemur frá fjórum feimnum strákum. Þetta reyndist svo sannarlega Ágætis byrjun því þeir renndu sér beint í Ný batterí.
Ég held að það hafi verið eftir ein fjögur eða fimm lög að Jónsi skreið útúr skelinni og ávarpaði áhorfendur og það að sjálfsögðu á íslensku sem á eftir fylgdi stutt kveðja á ensku. Þrátt fyrir að það væru aðeins nokkrar hræður í salnum sem skildu orð af því sem hann sagði var fögnuðurinn ósvikinn. Áhorfendur voru svo virkjaðir í söng í lokin á Með blóðnasir og stemmingin varð bara betri.
Þetta voru æðislegir tónleikar ég held að allir sem á staðnum voru séu sammála um að hápunkturinn hafi verið Gobbledigook. Strákarnir í For a minor reflection stigu á svið og lömdu trommur og salurinn dansaði og klappaði ákaft með. Í öllum hamaganginum sprakk confetti sprengja og áhorfendum var drekkt í litríkum pappírssneplum. Þau orð sem lýsa laginu og flutningnum kannski best eru einfaldlega gleði og gaman. Nú, nokkrum dögum síðar, syngjum við sem fórum saman á tónleikana enn “lalalalalalalalalalalala vindur í hárinu” þegar við hittumst.
Uppklappslögin voru tvö. Fyrst var það All alright, fyrsta lagið sem Sigur Rós syngur á ensku. Jónsi stendur án gítarsins og syngur línur sem áhorfendur skilja og maður hafði á tilfinningunni útfrá látbragðinu að hann væri berskjaldaður, opinn og gæti hvergi falið sig. Þögnin í salnum var yfirþyrmandi og Jónsi gaf sig allan í lagið og útkoman var hreint æðisleg, ekkert nema gæsahúð. Lokalagið var svo Popplagið, 12 mínútur af epískri uppbyggingu sem springur út í algjört brjálæði í lokin þar sem Orri fer á kostum á trommusettinu.
Þeir eru klappaðir aftur á svið og þeir hneigja sig gegndrepa af svita. Held að þessir tónleikar hafi gert meira fyrir mína geðheilsu en nokkrar pillur gætu nokkurn tíma. Takk…
Settlistinn í heild:
- Svefn-g-englar
- Ný batterí
- Fljótavík
- Við spilum endalaust
- Hoppípolla
- Með blóðnasir
- Inní mér syngur vitleysingur
- Sæglópur
- E-bow
- Festival
- Hafsól
- Gobbledigook
- All alright
- Popplagið