
Góðir dagar í borginni. Nóg að gera á öllum vígstöðvum. Verklegar æfingar kláruðust í dag svo nú tekur alvaran við. Við Steini ásamt fleirum renndum okkur á Mugison á miðvikudag á Nice´n´Sleazy og okkar maður var yndislegur. Verst að fáir voru á staðnum en við létum það ekki á okkur fá né heldur hið herfilega upphitunarband someyoungpedro sem voru vægast sagt öööööömurlegir. Annars er Gunnar mættur í slotið og hann fær snapshot af næturlífi Glasgow í kvöld...
2 comments:
Skemmtið ykkur kútarnir mínir! Bið að heilsa til Glasgow...
kv. Óli í DK
Flottastir!
Þú ert bara á kafi í íslenskri menningu þarna úti ;)
Post a Comment