Á laugardaginn hlupum við Steini Hannesar á móti rokinu og rigningunni uppá Sauchiehall Street til að sjá Fleet Foxes spila. Tónleikarnir voru í ABC1 sem tekur u.þ.b. 1.250 manns en það var uppselt fyrir nokkuð löngu síðan. Salurinn er frábær, stuttur, breiður og hátt til lofts og státar af heimsins stærstu diskókúlu sem snýst. Kúlan er heilir tveir metrar í þvermál og er eins og trommarinn Joshua Tillman sagði “a huge fucking disco ball”. Hann hitaði upp með gítarinn og spilaði í góða stund einn og með öðrum úr Fleet Foxes. Var bara nokkuð góður, spilar svona rólega tilfinninga kassagítars músík. Hefur gefið út eina plötu sem heitir Minor Works.
Söngvarinn Robin Pecknold tók svo gamalt amerískt þjóðlag, Katie Cruel. Steig einn framfyrir hljóðnemann og kippti gítarnum úr sambandi og söng (video á facebook) fyrir framan algjörlega þögulan sal. Allt í allt voru tónleikarnir æðislegir, hljóðið gott og bandið skemmtilegt. Þeir spjölluðu nokkuð og voru fyndnir og látlausir. Samt nokkuð ljóst að það er ekki notað mikið sjampó á túrnum.
Hér er annars flunkunýtt viðtal við Robin Pecknold í Rolling Stone.
Lög sem ég man eftir að þeir spiluðu:
- Sun Giant
- Sun It Rises
- Drops In The River
- English House
- Mykonos
- White Winter Hymnal
- Ragged Wood
- Your Protector
- He Doesn´t Know Why
- Katie Cruel
- Tiger Mountain Peasant Song
- Nýtt Lag
- Blue Ridge Mountains
- Oliver James
- Quiet Houses
No comments:
Post a Comment