Monday, September 29, 2008

Reporting live from Drizzle City

Var að fá tölvupóst frá Glitni með yfirskriftinni Þarf ég að hafa áhyggjur? Opinn fjármálafundur og ráðgjöf. Held að þeim veiti ekki af ráðgjöfinni sjálfum bara... andskotans.

Skólinn byrjar á morgun. Fínt að byrja enda er ég búinn að fá nóg af því að vera túristi. Farinn að heyra í Íslendingum á hverju horni hérna sem barma sér yfir íslensku krónunni milli þess sem þeir hlaupa með innkaupapoka uppá hótel. Ísland, bezt í heimi.

Byrjað að rigna aftur. Jíha. Lopapeysan kemur sér vel.

Friday, September 26, 2008

Monday, September 22, 2008

Mjánudagur

Skráði mig í skólann í dag, aðeins rykugur eftir gærkvöldið. Stóð í biðröð í um tvo tíma. Hreint helvíti en gott að vera búinn með þetta. Nú getur restin af vikunni farið í reddingar áður en ég byrja svo á fullu í næstu viku. Myndin í stúdentaskírteininu er alveg eins og myndirnar sem birtast af öllum gaurum sem hafa klikkast og skotið allt í rot í skólanum sínum. Frekar shaky. Get svarið að sumir af krökkunum sem voru að skrá sig voru ekki eldri en brauðið síðan í gær.

Saturday, September 20, 2008

I´m in baby

Flutti inn í íbúðina í gær eftir pínku vesen. Þegar ég var kominn inn og horfði á allt draslið tók ég upp símann og hringdi í Sólu. Tuttugu mínútum síðar var ég kominn uppí lest á leið til Edinborgar. Sóla bauð mér í mat, eitthvað ég hef aðeins heyrt um og lesið á prenti og hafði beðið eftir. Sóla skilaði sínu og vel það! Snillingur, takk fyrir mig. Fórum líka á fína tónleika á The Lot og sáum Windlestray

Nú bíða innkaup og átján þúsund lítil vandamál. Ætli fyrsta mál á dagskrá sé ekki að kaupa klósettpappír :) Heimili fúnkerar varla lengi án hans. 

Wednesday, September 17, 2008

Taggart á tilboði. Hvar annars staðar?


Áðan sá ég virðulegan araba með þykka Hitlers mottu. Hann hefur verið að raka sig og hugsað... hmmm hvað get ég gert til að vera öðruvísi. Hey það er enginn með svona bursta á efri vörinni... I´ll be unique. Hugsið ykkur sjokkið þegar hann flettir einhvern tíma á History Channel og sér der fuhrer í full swing með slefi og öllu. Laßt uns niemals der Pflicht vergessen, welche wir auf uns genommen haben! Kannski hatar hann bara gyðinga. 

Annars er vinstri umferðin hérna alls ráðandi. Meira að segja rúllustigarnar eru öfugir... Maður fer upp vinstra megin! Nema í Topshop að mig minnir... enda mætti ég skota sem reyndi að labba á móti mér þegar ég kom niður. 

Svo eru menn ekkert sérstaklega mikið að þvo sér um hendurnar eftir að hafa skilað bjórnum. Yfirleitt bara aðeins að laga hárið... luuvly...

Tuesday, September 16, 2008

Íbúðamál að komast á hreint. Sat á skrifstofunni á leigumiðluninni áðan og leit í kringum mig og fattaði að ég sat í settinu á The Office. Flyt sennilega á föstudag. Fínasta fólk sem vinnur þarna. Þarf að vísu að segja ha? eftir aðra hverja setningu hjá einni skoskri en önnur er áströlsk svo hún getur túlkað.

Gisti fyrstu dagana á hosteli sem var... svo sem allt í lagi. Að vísu sást í gormana í gegnum lakið og fyrir mann með enga einangrun er það indælt. Svo var WD40 lykt í stigaganginum og járnskápur inná herberginu en hey... Flutti svo á hótel sem er stórfínt og sæmilega ódýrt. 

Á laugardag fór ég svo að skoða þessa íbúð sem ég er að fara að flytja í. Hitti Frank og skildi ekki orð af því sem hann sagði. Eða þannig. Hann er retired strætóbílstjóri. Gekk ekki beinlínis vel að komast inn í íbúðina. Komumst klakklaust upp á þriðju hæð og þar mætti okkur talnalás til að komast inn á ganginn sem Frank hafði ekki aðgang að. Komust inn þegar íbúi hleypti okkur inn á ganginn. Þá komumst við ekki inn í íbúðina sem var með þremur lásum. Þá hringdi Frank í Graham í áttunda sinn og hann kom og loks komumst við inn. Fer þá ekki þjófavörn í gang sem enginn var með kóda fyrir. Brjálaður hávaði og ég hlaupandi um íbúðina eins og þjófur að líta í kringum mig. Er þarna í ærandi hávaða í nokkrar mínútur og hendi 100 pundum í Frank til að taka íbúðina frá og fer svo út og skil þá eftir í hávaðanum. Hvernig þessi sena endaði veit ég ekki. Vona bara að fall sé fararheill í þessari íbúð.

Eftir viku í Glasgow má alhæfa. Strákar eru annað hvort stífgelaðir með greiðuför eða að missa toppinn, nema hvoru tveggja sé. Ekki gott lúkk. Allir reykja. Ilmvatn er notað í staðinn fyrir sápu. Svo er ótrúlega mikið af litlum gaurum hérna. Fíla mig einstöku sinnum bara hávaxinn. That´s a first.

Hér rignir endalaust. 

Monday, September 15, 2008

Taka 2

Spurning um að reyna þetta aftur. Byrja smátt. Eitt hef ég lært á fyrstu dögunum í Glasgow. Frankie Boyle er fyndinn. Jútjúbið hann.