Saturday, September 20, 2008

I´m in baby

Flutti inn í íbúðina í gær eftir pínku vesen. Þegar ég var kominn inn og horfði á allt draslið tók ég upp símann og hringdi í Sólu. Tuttugu mínútum síðar var ég kominn uppí lest á leið til Edinborgar. Sóla bauð mér í mat, eitthvað ég hef aðeins heyrt um og lesið á prenti og hafði beðið eftir. Sóla skilaði sínu og vel það! Snillingur, takk fyrir mig. Fórum líka á fína tónleika á The Lot og sáum Windlestray

Nú bíða innkaup og átján þúsund lítil vandamál. Ætli fyrsta mál á dagskrá sé ekki að kaupa klósettpappír :) Heimili fúnkerar varla lengi án hans. 

2 comments:

Anonymous said...

Verði þér heiftarlega að góðu minn kæri :) Alltaf velkominn! Enda viltu ekki verða smaller-bag-man í lífinu skiluru... ;)

Valþór said...

oh segðu! those poor smallerbagpeople...