Thursday, October 30, 2008

like a monkey with a miniature cymbal

Á morgun átti ég að vera í brjálæðislega leiðinlegri verklegri æfingu eftir hádegið. Fólk hefur fengið að skipta dögum með alls konar fölskum ástæðum og svo var komið að ekki var hægt að skipta lengur því það var orðið of mikið vesen. Ég prófaði að vera hreinskilinn og sagði að mig langaði ógeðslega að vera í fríi á morgun. Fékk að skipta á no time flat... Hreinskilni börnin góð, borgar sig. Ég á frídag á morgun. Mjá. Og af því tilefni dönsum við og förum á James Bond. Aaaú.


Wednesday, October 29, 2008

Halloween

Í kvöld var dress rehersal fyrir halloween á föstudag. Man ó man... Ég er búinn að grafa djúpa holu. En maður lifir bara einu sinni. Let´s dance...

Saturday, October 25, 2008

Snillingar


Samstarfsfélagar mínir fyrrverandi höfðu áhyggjur af stráknum sínum í útlandinu og ákváðu að senda honum lítinn pakka af spítalanum. Allt frá nurlum uppí heimagerða sultu. Held að ein mynd segi meira en þúsund orð. Djöfull hló ég mikið! Takk takk takk...

Thursday, October 23, 2008

Rigning

Rignir og rignir í Glasgow. Það kemur kannski engum á óvart. Kominn með debit og kreditkort frá HBOS og netið heim. Lífið er ljúft. Hversu mikið mun það einfalda líf mitt að vera með netið heima... Unaður. Í þessari viku er ég búinn að lita sæði, prófa blóðbletti og rannsaka mismunandi pennagerðir. Á morgun eru það blóðslettur (Dexter here I come) og meira sæði. Og partý. Svo er í burðarliðnum að Mugison komi til Glasgow eða Edinborgar... hversu brilliant væri það? Á þegar miða á Okkervil River og Fleet Foxes. Því miður lítur ekki vel út með miða á Sigur Rós. Hjálpið mér fólk. 

Thursday, October 16, 2008

Allt í sóma í Oklahoma

Eftir að ég tók upp dr.gunna ráðin sem sóla benti mér á er ég búinn að vera í samfelldu snilldarskapi síðan á föstudag. Ekkert vandamál sem ég rekst á hreyfir við mér. Mikið að gera í skólanum og sósíallífinu... kannski aðeins of mikið sósíallíf á köflum. Einu áhyggjurnar eru að það gæti farið að vanta blóð í áfengið... 

Monday, October 13, 2008

Credit crunch

Átti loksins mínútur aflögu í dag til að skunda í banka og stofna bankareikning. Eða reyna það amk. Ætlaði mér að sigla hérna í gegn án þess að stofna bankareikning en það strandaði á internetinu af öllum hlutum. Renndi mér í HSBC því Steini félagi minn hafði sagt mér að það hefði gengið auðveldlega í gegn hjá honum. Not so much with me. Í fyrsta lagi þarf að bóka tíma til að stofna reikning. Í öðru lagi er ekki laus tími fyrr en á þriðjudag í næstu viku! Eruð þið að kidda mig? Ég gæti stofnað tíu reikninga heima á tíu mínútum. Hann sagði að þetta væri útaf "ástandinu". Ég spurði hann hvort ég fengi hraðari þjónustu annars staðar. Þá glotti hann og sagði að það væri örugglega ekki mikið að gera í RBS og HBOS Halifax... Ouch.

Thursday, October 9, 2008

CSI: Glasgow

Nenni ekki að tala meira um peninga. Búinn að vera í mjög stífum verklegum æfingum í vikunni. Einum of mikið á köflum. Í gær var ég að bera saman tool marks og herre gúd hvað það er erfitt. They sure make it look easy on TV... Þó að ég væri með för sem ég vissi að væru gerð með sama verkfæri gat ég stundum ekki fengið þau til að passa. Helvítis CSI kjaftæði. En auðvitað væri þetta ekkert gaman ef þetta væri auðvelt. Líka búinn að vera í alls konar þráða æfingum... samanburður og ljóseiginleikar þráða. Massa nördó. Annars er ég búinn að komast að því að Taggart er að hluta tekinn upp í skólanum hjá mér. Byggingin mín er Maryhill Police Station. "There´s been a murder!"

Tuesday, October 7, 2008

Proper fucked

Þegar ég reyndi að nota kreditkortið mitt í dag kom upp gluggi á skjánum hjá afgreiðsludömunni "call your bank"... uuu frábært?

Sunday, October 5, 2008

k-list celebs

Jeminn. Sérstakur gestur á stúdenta"pöbbnum" (sem er actually sjö staðir í sömu byggingu) á þriðjudaginn er Toadfish úr Neighbours. Hversu mikið Office er það? 

Alive and well

Ég get með gleði í hjarta sagt að mér líður mun betur en gengisvísitöluni. Búið að vera fínt í skólanum þó nú sé þetta að byrja fyrir alvöru. Fór á þannig áhugaverðan fyrirlestur á föstudaginn að mér leið eins og ég væri útúrspíttaður eftir tímann. Djöfull fíla ég þegar fólk kann að tala. Fórum eftir skóla á pöbbinn og svo út um kvöldið. Fínir krakkar þó ég sé í fyrsta sinn einn af þeim elstu. En þau héldu að ég væri 23 svo það er í lagi :) Þau geta líka drukkið sem er gott. Tölvan er batteríslaus svo ég er farinn út með skoskan morgunverð í maganum.

Wednesday, October 1, 2008

La vida loca

Fínt að vera byrjaður í skólanum. Gengisvísitala ekki svo fín. Billjón verklegar æfingar fyrstu önnina. Bera skemmtilega titla eins og Semen Confirmatory Tests, Bloodsplash og Fingerprint Enhancement and Recovery. Hafi maður ekki verið nörri fyrir...

Búinn að spjalla við slatta af liði. Kvikindi alls staðar að... USA, kanada, kýpur, indland, hong kong, botswana, suður-ameríka, þýskaland, england... Ekki búinn þó að hitta neinn skandinava sem er svo sem bara fínt. Erum 37 í bekknum að ég held. Hef mest spjallað við kana og kanadamenn enda þjóðir sem eru ansi opnar. Er ekki að sjá fyrir mér mikið hangs með asíubúunum því þeir eru því miður ansi lokaðir, enn sem komið er alla vega. En þetta er fjölbreyttur hópur en reyndar eru bara 9 strákar... women are taking over the world. 

Staffið er mjög næs og allt er brjálæðislega skipulagt. Ágætis tilbreyting frá íslensku "reddast" aðferðinni. Þessi vika verður annars frekar róleg.