Wednesday, October 1, 2008

La vida loca

Fínt að vera byrjaður í skólanum. Gengisvísitala ekki svo fín. Billjón verklegar æfingar fyrstu önnina. Bera skemmtilega titla eins og Semen Confirmatory Tests, Bloodsplash og Fingerprint Enhancement and Recovery. Hafi maður ekki verið nörri fyrir...

Búinn að spjalla við slatta af liði. Kvikindi alls staðar að... USA, kanada, kýpur, indland, hong kong, botswana, suður-ameríka, þýskaland, england... Ekki búinn þó að hitta neinn skandinava sem er svo sem bara fínt. Erum 37 í bekknum að ég held. Hef mest spjallað við kana og kanadamenn enda þjóðir sem eru ansi opnar. Er ekki að sjá fyrir mér mikið hangs með asíubúunum því þeir eru því miður ansi lokaðir, enn sem komið er alla vega. En þetta er fjölbreyttur hópur en reyndar eru bara 9 strákar... women are taking over the world. 

Staffið er mjög næs og allt er brjálæðislega skipulagt. Ágætis tilbreyting frá íslensku "reddast" aðferðinni. Þessi vika verður annars frekar róleg. 

4 comments:

Anonymous said...

Spennandi...stefnir óðfluga í blóðslettufræðinginn Dexter!

kv. Óli

Valþór said...

þarf bara að kaupa plast, svarta ruslapoka, teip og sax :)

Anonymous said...

Hljómar vel. Sko ekki þú að kaupa sax & teip heldur þarna með kúrsana :)

Í tilefni af gengislækkuninni skemmtilegu finnst mér kjörið að vinda sér í tungumálaverkefnið áður en allt verið vitlaust í skólanum!! Thi-thi-thi-think about it :)

Valþór said...

ú já... var búinn að gleyma því! Er þetta eitthvað sem er hægt að gera um helgi? Annars á ég einhverja daga rólega svona inn á milli. Let me now master jones...