Thursday, October 23, 2008

Rigning

Rignir og rignir í Glasgow. Það kemur kannski engum á óvart. Kominn með debit og kreditkort frá HBOS og netið heim. Lífið er ljúft. Hversu mikið mun það einfalda líf mitt að vera með netið heima... Unaður. Í þessari viku er ég búinn að lita sæði, prófa blóðbletti og rannsaka mismunandi pennagerðir. Á morgun eru það blóðslettur (Dexter here I come) og meira sæði. Og partý. Svo er í burðarliðnum að Mugison komi til Glasgow eða Edinborgar... hversu brilliant væri það? Á þegar miða á Okkervil River og Fleet Foxes. Því miður lítur ekki vel út með miða á Sigur Rós. Hjálpið mér fólk. 

2 comments:

Anonymous said...

Ú - ætlar þú að taka að þér að vera Dexter Íslands! Líst vel á það - Dexter rúlar!

kv.
Halldóra hrotugella

Valþór said...

hush hush... maður verður að skapa sér sína eigin vinnu á þessum síðustu og verstu ;)