Monday, October 13, 2008

Credit crunch

Átti loksins mínútur aflögu í dag til að skunda í banka og stofna bankareikning. Eða reyna það amk. Ætlaði mér að sigla hérna í gegn án þess að stofna bankareikning en það strandaði á internetinu af öllum hlutum. Renndi mér í HSBC því Steini félagi minn hafði sagt mér að það hefði gengið auðveldlega í gegn hjá honum. Not so much with me. Í fyrsta lagi þarf að bóka tíma til að stofna reikning. Í öðru lagi er ekki laus tími fyrr en á þriðjudag í næstu viku! Eruð þið að kidda mig? Ég gæti stofnað tíu reikninga heima á tíu mínútum. Hann sagði að þetta væri útaf "ástandinu". Ég spurði hann hvort ég fengi hraðari þjónustu annars staðar. Þá glotti hann og sagði að það væri örugglega ekki mikið að gera í RBS og HBOS Halifax... Ouch.

1 comment:

Anonymous said...

já Valli minn, dagar flýtiþjónustu í bönkum eru allsstaðar liðnir líka á Íslandi þar sem aðeins einn banki selur gjaldeyri!