Tuesday, September 16, 2008

Íbúðamál að komast á hreint. Sat á skrifstofunni á leigumiðluninni áðan og leit í kringum mig og fattaði að ég sat í settinu á The Office. Flyt sennilega á föstudag. Fínasta fólk sem vinnur þarna. Þarf að vísu að segja ha? eftir aðra hverja setningu hjá einni skoskri en önnur er áströlsk svo hún getur túlkað.

Gisti fyrstu dagana á hosteli sem var... svo sem allt í lagi. Að vísu sást í gormana í gegnum lakið og fyrir mann með enga einangrun er það indælt. Svo var WD40 lykt í stigaganginum og járnskápur inná herberginu en hey... Flutti svo á hótel sem er stórfínt og sæmilega ódýrt. 

Á laugardag fór ég svo að skoða þessa íbúð sem ég er að fara að flytja í. Hitti Frank og skildi ekki orð af því sem hann sagði. Eða þannig. Hann er retired strætóbílstjóri. Gekk ekki beinlínis vel að komast inn í íbúðina. Komumst klakklaust upp á þriðju hæð og þar mætti okkur talnalás til að komast inn á ganginn sem Frank hafði ekki aðgang að. Komust inn þegar íbúi hleypti okkur inn á ganginn. Þá komumst við ekki inn í íbúðina sem var með þremur lásum. Þá hringdi Frank í Graham í áttunda sinn og hann kom og loks komumst við inn. Fer þá ekki þjófavörn í gang sem enginn var með kóda fyrir. Brjálaður hávaði og ég hlaupandi um íbúðina eins og þjófur að líta í kringum mig. Er þarna í ærandi hávaða í nokkrar mínútur og hendi 100 pundum í Frank til að taka íbúðina frá og fer svo út og skil þá eftir í hávaðanum. Hvernig þessi sena endaði veit ég ekki. Vona bara að fall sé fararheill í þessari íbúð.

Eftir viku í Glasgow má alhæfa. Strákar eru annað hvort stífgelaðir með greiðuför eða að missa toppinn, nema hvoru tveggja sé. Ekki gott lúkk. Allir reykja. Ilmvatn er notað í staðinn fyrir sápu. Svo er ótrúlega mikið af litlum gaurum hérna. Fíla mig einstöku sinnum bara hávaxinn. That´s a first.

Hér rignir endalaust. 

1 comment:

Anonymous said...

Ánægður með þig Valli. Maður á eftir að fylgjast vel með þér þarna í "Murder capital of Europe"...

kv. frá Köben
Óli