Thursday, October 9, 2008

CSI: Glasgow

Nenni ekki að tala meira um peninga. Búinn að vera í mjög stífum verklegum æfingum í vikunni. Einum of mikið á köflum. Í gær var ég að bera saman tool marks og herre gúd hvað það er erfitt. They sure make it look easy on TV... Þó að ég væri með för sem ég vissi að væru gerð með sama verkfæri gat ég stundum ekki fengið þau til að passa. Helvítis CSI kjaftæði. En auðvitað væri þetta ekkert gaman ef þetta væri auðvelt. Líka búinn að vera í alls konar þráða æfingum... samanburður og ljóseiginleikar þráða. Massa nördó. Annars er ég búinn að komast að því að Taggart er að hluta tekinn upp í skólanum hjá mér. Byggingin mín er Maryhill Police Station. "There´s been a murder!"

4 comments:

Anonymous said...

hljómar ferlega spennandi, er örugglega betra en að vera að drukkna í svartsýnisrausi hérna á klakanum.

Kveðja Systa

Anonymous said...

vantar svo sem ekki svartsynina her heldur ;) bretar eru ad pissa i buxurnar. Tad er bara ad brosa sig i gegnum tetta...
Valli

Anonymous said...

Hey, frá hvaða landi segistu vera?

Kv.
Doddi

Valþór said...

reyni að forðast þá umræðu við breta amk :) það versta er að ég þarf að fara útí banka og stofna reikning. ef ég sveifla íslenska vegabréfinu þar verður örugglega allt crazy og bomb squad mætir á staðinn...