Sunday, November 23, 2008

Fyrirsögn

Fyrsta heimsóknin að baki. Gunnar Þór kom til mín á fimmtudagskvöld og fór í dag. Fyrsta kvöldið fór í pizzu og bjór. Föstudagurinn var heldur hressilegri. Við hittumst eftir skóla hjá mér og fórum á smá barhopp. Skelltum okkur á Skírið og Bjórhöllina. Svo kom meira fólk í heimsókn og við töltum á dansiklúbb hvar drykkurinn kostaði skitið pund. Við ákváðum að drykkur kvöldsins skildi vera g&t. Við náðum að kaupa yfir eitthvað yfir annan tug saman og urðum glaðr mjög. Pizza á heimleiðinni gjörði mig enn meira glaðr. 
Þynnkulaus laugardagur var vel þeginn, hjá mér amk en Gunsó var eitthvað slappur á leiðinni til Edinborgar í lestinni. Rólegur dagur hjá mér og endaði í dvd og bjór. Ég ákvað að halla mér á koddann en sérfræðingurinn ákvað að halla sér heldur að viskíflöskunni fínu sem hann fékk að gjöf í Eddanum. Mér skilst að bragðið sé best neðst í flöskunni.
Í dag fórum við í smá sightseeing/birdwatching í Necropolis. Sá treecreeper sem er bara of sniðugt nafn. Sá labbar upp (aldrei niður) tréstofna alla daga. Sumir eyða lífinu í rugl og vita aldrei hvert þeir eru að fara en það gott að einhverjir hafi stefnu. Svo var það dolli í dómkirkjunni, lunch á the lee og te á tinderbox. Menningarlegt.
Þarf reyndar ekki að bíða lengi eftir næstu heimsókn. Brósi er í loftinu á meðan ég er að skrifa þetta. Aú.

No comments: