Friday, November 7, 2008

VINDUR Í HÁRINU


Fór við fjórða mann að sjá Sigur Rós í gær. Algjör djöfulsins draumur. For a minor reflection hituðu upp og voru frábærir. Spiluðu fjögur lög og það tók hátt í 40 mín. Instrumental og mjög þétt. Gítarleikarinn þar er bróðir Georgs bassaleikara Sigur Rósar. Svo komu laaaangar 20 mín í að bíða eftir Sigur Rós. Eftirvæntingin var rosaleg. Svo byrjaði kafbátahljóðið í Svefn-g-englum og allt varð vitlaust. Spiluðu endalaust og voru örugglega með suð í eyrum. Inní mér söng vitleysingur samfellt og gerir enn. Hápunkturinn klárlega Gobbledigook með for a minor reflection á trommum og svo drekktu þeir áhorfendum í confetti sprengju... Yndislegt.

4 comments:

Anonymous said...

með hálsríg af slammi?

Anonymous said...

ekki beint...

Anonymous said...

Yndislegt. Sinnum fjórir. lalalalalalalalalalala LALALALALALALALAL BÚMM!

Og ó svo gaman að sjá þig líka í gær minn kæri. Lemon&ginger tea - special price for you my friend! :)

Valþór said...

ahþeinkjú...