Wednesday, November 12, 2008

Okkervil River @ Oran Mor

Á sunnudag var síðasti þáttur í þríleiknum, Okkervil River í The Venue í Oran Mor. Frekar sérstakur tónleikastaður. Kjallari og því frekar lágt til lofts svo hljómburður var ekki uppá það besta. Á að taka einhverjar 500 hræður en mér skilst að það hafi ekki verið uppselt þó stemmingin hafi verið fjári góð. Broken Records frá Edinborg hituðu upp. Sjö manna band - held að þeir séu nýkomnir á samning en eiga að vera Arcade Fire Skotlands bla bla bla... Spiluðu gommu af lögum en heilluðu mig ekkert svakalega þó samferðamenn mínir hafi verið svaka hrifinir. Það var eitthvað við söngvarann sem ég var ekki að fíla. Hafi voða lítið carisma greyið og það fór verulega í taugarnar á mér að hann skildi tromma með kjaftinum þegar hann var ekki að syngja... veit ekki af hverju. Ég bjóst a.m.k. við meiru frá sjö manna bandi. Þegar ég var að rölta á barinn í upphituninni hitti ég Magga Gísla. Heimurinn er lítill.


Okkervil River stigu svo loks á svið. Þau koma frá Austin í Texas og hafa verið að síðan 1998, ótrúlegt en satt. Slógu loks almennilega í gegn í fyrra með The Stage Names og núna í haust kom The Stand Ins út sem er nokkurs konar framhald af hinni.
 
Þau opnuðu á Girl In Port og maður sá strax hvað söngvarann í Broken Records vantaði. Will Sheff hefur allt sem góður frontmaður þarf að hafa. Hann er skrýtinn í útliti, langur, mjór, með gleraugu og tileygður. Hann hefur frábæra rödd og ótrúlega lifandi framkomu. Þó hann hafi verið eitthvað lyfjaður þetta kvöld þá skemmdi það ekki fyrir... skil bara ekki hvernig hann hékk á fótunum allan tímann og slapp við að hlaupa eitthvað eða einhvern niður. 

Textarnir hans eru með þeim betri sem ég heyri, nánast engar endurtekningar og segja skemmtilegar sögur með miklu rími. Gleraugunum var kastað burt eftir fyrsta lag og smán saman kastaði hann af sér fötunum líka... fyrst flaueljakkinn, svo bindið og loks skyrtan. Þau spiluðu nýtt og gamalt, sumt eldra hafði ég ekki heyrt áður en það eina sem ég saknaði var Plus Ones. Will Sheff talaði um að hann hefði fundið spilagleðina á ný, hann hafi verið orðinn virkilega þreyttur á að túra en þetta kvöld a.m.k. virtist hann skemmta sér verulega vel. Nýja smáskífan, Lost Coastlines, kom vel út þar sem bassaleikarinn syngur viðlagið. 

Eftir uppklappið fengum við að vita að þau ætluðu að spila þrjú aukalög en staðurinn vildi bara leyfa eitt því það átti að breyta salnum í eitthvað sunnudagsdiskó kjaftæði og það var komin röð fyrir utan, frekar fúlt. En, frábærir tónleikar og Will Sheff virkilega eftirminnilegur. 

Hér er það sem ég hef af settinu:
  • Girl In Port
  • Singer Songwriter
  • Pop Lie
  • A Hand To Take Hold Of The Scene
  • Unless It´s Kicks
  • John Allyn Smith Sails
  • Lost Coastlines
  • Our Life Is Not A Movie Or Maybe
  • Blue Tulip
  • On Tour With The Zykos
  • Black
  • For Real
  • The Latest Thoughts
  • A Stone

2 comments:

Anonymous said...

Ánægður með þessar tónlistarumfjallanir Valli. Alltaf gaman að heyra um "ný" bönd.. :)

kv. Óli

Valþór said...

jæja... það nennti þá amk einhver að lesa þetta ;)