Sunday, November 30, 2008

Pulsa

Brósi búinn að vera í viku og fór í dag. Fórum frítt á tónleika á föstudaginn og sáum fratellis og travis. Ágætis tónleikar og furðufín stemming miðað við bið á milli banda (vá). Edinborg á laugardaginn í fínni jólastemmingu. Athyglisvert þegar við fórum á tiger tiger hérna í götunni hjá mér í gær. Þetta er svona bar/klúbbur. Rúmlega tólf er hitakassinn rifinn fram og byrjað að selja pulsur! Við erum að tala um það að þær rokseldust og staðurinn lyktaði eins og olís nesti. Hversu feitt er þetta lið ef það getur ekki sleppt því að borða pulsu í þrjá tíma? Kólesterólið í blóðinu má náttúrulega alls ekki detta niður fyrir hjartaáfallsmörkin.
Annars áhugavert að Paste magazine var að birta lista yfir bestu plötur ársins. Á topp tíu eru þrjú bönd sem ég hef séð síðasta mánuðinn og svo er mugison nr. 25.

3 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ,

Það er rúntur í gangi. Óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Ertu ekki annars bara sáttur í Schottland?

Kveðja,
Doddi, Unnur Kristín og Íris Björk.

Anonymous said...

common valli, fátt er betra á fylleríi en gott mönsch.

Anonymous said...

þetta var ég